Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri á Patreksfirði sat fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sveitarstjórnarráðherra, sem haldinn var á Patreksfirði á mánudaginn.
Eftir fundinn sendi hann orðsendingu á fulltrúa sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vesturbyggðar. Úlfar segist hafa fengið svar frá einum úr hópnum sem staddur er erlendis og sammála áliti hans.
„Sæl verið þið fulltrúar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vesturbyggðar!
Sigurður Ingi ráðherra var með fund í Flakinu um hádegið (24. ágúst). Greindi hann frá stefnu og athöfnum Framsóknar á líðandi kjörtímabili og þar á meðal í kjördæminu og átti spjall við fundargesti, einkum um samgöngumál á landi og sjó. Ágætis fundur. Í umræðum um raforkumál spurðist ráðherrann fyrir um afstöðu til hugsanlegrar Vatnsdalsvirkunar. Mál sem varðar þetta svæði sérstaklega. Við vorum tveir úti í sal sem lýstum stuðningi við það verkefni. Ekkert heyrðist frá á fundarverandi sveitarstjórnarkonum. Ég náði ekki að lesa í þögnina. Samt eru rafmagnsmálin eitt það brýnasta varðandi þetta svæði ásamt samgöngu- og fjarskiftamálum. Með ráðherranum voru fjórir efstu á lista Framsóknar fyrir komandi Alþingskosningar. Af hálfu meirihluta mætti Katla, Iðu taldi ég vera þarna fyrst og fermst sem frambjóðanda, og þar var Rebekka bæjarstjóri. Það vakti athygli mína að enginn sveitarstjórnarmaður sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð sá ástæðu til að mæta. Hver sem orsökin var. Það er skylda kjörins sveitarstjórnarfólks að mæta til fundar þegar æðsti valdsmaður sveitarstjórnarmála mætir á svæðið til að eiga spjall við heimamenn. Það á eins við um ráðherra annarra málaflokka . Gæti haft fleiri og stærri orð um þetta en sleppi því að sinni. …. Skrifa kannski grein í BB.“