UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR

Sýningin UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR hefur staðið yfir í Gallerí Úthverfu á Ísafirði að undanförnu.

UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR er sex vikna verkefni í sýningarrými og listaverkabókabúð Úthverfu í miðbæ Ísafjarðar þar sem fjallað er um uppruna myndlistar á Ísafirði og sagan rakin með myndum, texta, spjalli, viðtölum, málþingum og kynningum. Fjallað er sérstaklega um feril Kristjáns H. Magnússonar (1903–1937) listmálara sem lærði „hagnýta grafíklist“ í Ameríku og fyrsta teiknikennarann hans Guðmund Jónsson frá Mosdal (1886–1956).

Sýningunni í Úthverfu lýkur formlega miðvikudaginn 25. ágúst og af því tilefni heldur sýningarstjórinn Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) fyrirlestur um sýninguna og rannsóknir henni tengdar í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu Eyrartúni á morgun, þriðjudag 24 ágúst kl. 16:00.

DEILA