Smyrill

Smyrill í Fagurgalavík. Mynd: Jón Halldórsson.

Smyrill er minnstur af þremur ránfuglum sem Ísland á. Íslenski smyrillinn er talinn sérstök undirtegund (Falco columbarius subaesalon).

Smyrillinn er 27-32 cm að lengd og er mjög smár fálki. Karlinn er um 27-30 cm að lengd og vegur um 170 grömm, en konan er um 30-32 cm og um 250 grömm.

Karlinn er gráblár að ofan en rauðbrúnn að neðan með áberandi dökkbrúnum rákum. Stélið er með dökkum og ljósum þverrákum. Kvenfuglinn er grábrúnn að ofan og Ijós að neðan með dökkbrúnum þverrákum. Unginn er líkur kvenfuglinum á litinn. Smyrilsungar (dúnungar) eru fyrst alveg hvítir, en verða síðan gráir.

Þótt smyrlar líti ekki út eins og dúfan þá eru líkamshlutarnir á sama stað.

Fjaðrirnar einkenna fugla aðalega, óvenjulegt væri að sjá fjaðralausan þröst eða fiðraðan gíraffa, númer tvö eru svo vængirnir, en ólíkt vængjum á flugvélum eru þeir með fiðri/fjöðum, á fjöðrum eru:
Hryggur, Fjöðurstafur og Fanir.
Fjaðrir eru mis langar og mislitar þær eru oft með alskins síklum og öðru því um líku.

Smyrill getur orðið 27-32 sentimetrar á hæð og 170-250 grömm, hann er þess vegna ekki það stór af fálka að vera, þeir eru um það bil jafn stórir og venjulegt blað, þeir verpa aðalega í klettum og í Apal hraunum, ekki eru hreiður þeirra vönduðustu hreiðrin en ungarnir lifa þau af, ránfuglar éta ekki bara mýs, heldur geta þau einnig gætt sér á eigin tegund.

Af vefsíðunni hugi.is

DEILA