Smitum fjölgar á Vestfjörðum

Heldur fjölgaði í hópi smitaðra af kórónueirunni á Vestfjörðum. Samkvæmt tölum í morgun eru 16 smitaðir á Vestfjörðum en voru 14 deginum áður. Þá eru fleiri í sóttkví en var. Nú eru þeir 76 en voru 49.

Alls eru nú 1.244 smitaðir á landinu en þeir voru 1.213. Nýgengi innanlandssmita mælist nú 358 og nýgengi landamærasmita er 5,5.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sendir frá sér þau skilaboð :

„Vegna nýgreindra smita á norðanverðum Vestfjörðum vaknar grunur um frekari útbreiðslu í samfélaginu okkar. Því vill umdæmislæknir sóttvarna og Covid stjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hvetja alla Vestfirðinga sem finna fyrir flensulíkum einkennum að koma í sýnatöku eins fljótt og auðið er og hefja svo úrvinnslusóttkví þar til niðurstaða úr sýni liggur fyrir.“

DEILA