Síðasti dagur strandveiða í dag

Smábátar í Flateyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Samkvæmt tilkynningu Fiskistofu sem birtist í gær er dagurinn í dag sá síðasti sem heimilt verður að stunda strandveiðar á þessu ári.

Leyfi til strandveiða hafa verið gefin út til 688 báta og var landaður afli strandveiðibáta í fimmtudaginn 12. ágúst samtals 11.307.531 kg., sem er 88,06% af þeim heimildum (12.271 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Það sem bæst hefur við síðan þá að meðtöldum deginum í dag mun því duga til að klára þær heimildir sem úthlutað hefur verið.

Landssamband smábátaeigenda sendi bréf í síðustu viku þar sem óskað var eftir að hann kæmi að þeim vanda sem blasti við – ótímabær stöðvun strandveiða. 

Ráðherra hefur svarað erindinu þar sem hann bendir á að „frádregnar aflaheimildir sem fóru á skiptimarkað vegna yfirstandandi fiskveiðiárs hafa verið fullnýttar og því liggur fyrir að ráðuneytið hefur að lögum engar frekari heimildir til að auka við aflaheimildir til strandveiða.“  

DEILA