Samkaup selur lax úr sjókvíaeldi

Mynd úr stórverslun í Reykjavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa segir að í verslunum Samkaupa sé seldur lax bæði úr land- og sjóeldi og viðskiptavinir eigi að hafa valið.  Vörur frá vestfirskum framleiðendum s.s. Fishermann og Fiskvinnslunni Hrefnu eru í sölu í verslunum Samkaupa víða um land.

Undir verslanir Samkaupa falla Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

Fyrirspurnin er tilkomin vegna fullyrðingar Arndís Kristjánsdóttur, stjórnarmanns í Icelandic Wildlife Fund, sem fullyrðir í aðsendri grein á visir.is þann 18.8. að „margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi.“

Þegar hefur Bæjarins besta borist staðfesting frá Krónunni, Hagkaupum og  Samkaupum að verslanir þessara fyrirtækja selji vörur úr sjókvíaeldi.

Beðið er svara frá Bónus, en í verslun þess í Kringlunni í Reykjavík fyrir helgi voru til sölu afurðir unnar úr laxi sem alinn var í sjókvíum m.a. á Vestfjörðum.

Enn hefur engin „stórverslun“ gengist við því að selja aðeins lax úr landeldi og hafna þar með því að selja lax úr sjókvíaeldi.

 

 

 

DEILA