Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verður með tvo fundi á Vestfjörðum á morgun, þriðjudag.
Í hádeginu verður fundur á Patreksfirði og annað kvöld í Edinborg á Ísafirði.
Fundirnir eru undir yfirskriftinni Framtíðin ræðst á miðjunni og eru til að kynna málflutning og stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar í næsta mánuði.