Ógnvaldar og glímu brögð á Hrafnseyri

Nýlega kom út bókin MEN OF TERROR eftir Dr. William Short og Reynir Óskarsson. Í tilefni af útkomu bókarinnar munu höfundarnir koma á Hrafnseyri næstkomandi fimmtudaginn þann 26 ágúst kl. 17 og kynna rannsóknir sýnar á bardaga aðferðum víkinganna.

Einnig mun Reynir fjalla um rannsóknir sína á íslenskri glímu, en hann hefur komist að mörgum athyglisverðum niðurstöðum um þessa þjóðaríþrótt sem iðkuð hefur verið á landinu síðan á landnámsöld.

Eftir fyrirlesturinn verða nokkur brögð sýnd og prófuð á túninu á Hrafnseyri enda hafa örugglega ófá glímu tök verið tekin á Hrafnseyri í gegn um tíðina.

Fyrirlestrarnir eru hluti af fyrirlestraröð rannsóknarinnar Arnarfjörður á miðöldum og safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og eru allir velkomnir.