Metfjöldi í Sæunnarsund

Það verða um 30 ofurhetjur sem synda Sæunnarsundið á morgun, sem að þessu sinni er „öfugt“. Það er að segja, lagt verður af stað í Valþjófsdal kl. 10:00 og synt til Flateyrar. Fjöldi björgunarbáta og kajaka fylgja sundköppunum og þar að auki mun varðskipið Þór sem nú er á Vestfjarðarmiðum sigla inn fjörðinn og vera sundfólki til halds og trausts. Hugsanlega verður boðið upp á skoðunarferð um skipið en það verður þá auglýst á viðburðinum á Facebook sem heitir Sæunnarsund 2021 https://www.facebook.com/events/240733811240656/?active_tab=discussion

Þeir sem eru fljótastir og við bestu aðstæður gætu verið að koma að landi á Flateyri 40 mínútum síðar. Á kambinum á Flateyri verður móttökunefnd og vonast er eftir góðu klappliði til að fagna þessum ofurhugum sem heiðrað hafa frægustu kú Íslands.

 

Myndir: aðsendar.

DEILA