Merkir Íslendingar – Rafn A. Pétursson

Rafn Alexander Pétursson fæddist í Bakkakoti í Skagafirði þann 3. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, verkstjóri á Sauðárkróki, og k.h., Ólafía Sigurðardóttir. Pétur var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Kimbastöðum, og Guðrúnar Eggertsdóttur, en Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafssonar frá Ketilseyri í Dýrafirði og Dagbjartar Helgu Jónsdóttur.

Rafn kvæntist þann 3. ágúst 1946 1946 Karólínu Júlíusdóttur sem fædd var 30. maí 1926 en hún lést þann 6. desmber 1994.

Sonur Karólínu er: Árni Júlíusson. Dóttir Rafns er: Bergljót.

Börn Rafns og Karólínu eru:
 Júlíus framkvæmdastjóri;  Pétur Ólafur verkefnastjóri; Kjartan tæknifræðingur; Auður skrifstofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi.

Rafn lærði skipasmíði á Akureyri, stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri og lauk sveinsprófi 1942. Hann lauk námi í fiskvinnslu hjá Fiskmati ríkisins, var síldar- og fiskmatsmaður frá 1950, stundaði skipasmíði á Akureyri 1937-45, var yfirsmiður við skipasmíðastöð Eggerts Jónssonar í Innri-Njarðvík 1945-54 og frystihússtjóri þar 1950-54.

Frystihússtjóri var hann hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akranesi 1954-60.

Rafn var framkvæmdastjóri og eigandi Fiskiðju Flateyrar hf. 1960-68.

 Hann var verkstjóri hjá Fosskrafti við byggingu Búrfellsvirkjunar 1968-69, fulltrúi Landsbanka Íslands við Útgerðarstöð Guðm. Jónssonar í Sandgerði 1969-70.
Þá stofnaði Rafn og rak frystihúsið R.A. Pétursson hf. í Njarðvík 1970-88 og var þá brautryðjandi í útflutningi á ferskum fiski með flugi.

Rafn sat í prófnefnd skipasmiða á Suðurnesjum 1945-54, í stjórn FUS á Suðurnesjum, í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1946-50 og 1954.
Hann sat í bæjarstjórn Akraness fyrir Sjálfstæðisflokkinn og í útgerðarráði 1958-60.
Rafn  var formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1961-67, í hreppsnefnd og oddviti Flateyrarhrepps 1962-66, í stjórn Iðnaðarmannafélags Flateyrar.
Hann var í stjórn félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum, í stjórn SH 1962-68.

Rafn var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1963-67.

Rafn Alexander Pétursson lést 6. desember 1997.

 7. maí  1959 – Sjötugsafmæli Haraldar Böðvarssonar á Akranesi.

“Verkafólk og sjómenn” færðu Haraldi málverkið á veggnum með heillaóskum og þökkum og báðu hann þiggja gjöfina “sem vináttu- og virðingarvott” frá þeim. Undir árnaðaróskirnar rituðu 253 gefendur.

Listmálarinn var Örlygur Sigurðsson.

F.v. er Ingunn Sveinsdóttir og því næst kemur Rafn A. Pétursson, sem hafði orð fyrir gefendum. – Hulda Jónsdóttir sést vel hægra megin við Rafn og síðan Haraldur Sturlaugsson og Haraldur Böðvarsson.

Rafn var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1963-67.

Rafn rak fyrirtækið  R. A. Pétursson hf.  í Njarðvikum.  Kona hans, Karolína Júlíusdóttir og  sonur þeirra, Júlís Rafnsson voru eigendur. Var fyrirtækið brautryðjandi í útflutningi á ferskum fiski með flugi til Ameríku og Evrópu.


Skráð af Menningar-Bakki..

DEILA