Kampi fær heimild til nauðasamninga

Hvetjandi á 10% hlutafjár í Kampa. Mynd: Kristinn H Gunnarsson.

Héraðsdómur Vestfjarða veitti rækjuverksmiðjunni Kampa heimild til þess að leita nauðasamninga með úrskurði þann 12. ágúst sl.

Kröfulýsingarfrestur er til 17. september 2021, en fyrir liggur frumvarp að nauðasamningi fyrir félagið.

Kröfuhafafundur til greiðslu atkvæða vegna frumvarpsins fer fram miðvikudaginn 29. september 2021, kl. 14, á skrifstofu umsjónarmanns í Reykjavík.

 

DEILA