Ísafjarðarhöfn: 945 tonnum landað í júlí

Frekar rólegt var yfir aflabrögðum í júlímánuði. landað var 945 tonnum af fiski og unnum afurðum.

Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 97 tonnum af afurðum í byrjun mánaðarins. Páll Pálsson ÍS landaði tæplega 400 tonnum eftir þrjár veiðiferðir og Stefnir ÍS 320 tonnum, líka eftir þrjár veiðiferðir.

Nærri 130 tonn af rækju barst að landi. Klakkur ÍS landaði 99 tonnum af úthafsrækju og Valur ÍS veiddi 30 tonn úr Djúpinu.