Hopp á Ísafirði

Ísafjarðarbær hefur fengið fyrirspurn frá fyrirtækinu Hopp ehf sem er íslenskt rafhlaupahjólafyrirtæki þar sem spurt er um áhuga bæjarins á að fá hopphjól á götur í bæjarins.

Í bréfinu segir að alls staðar hafi þessi starfsemi reynst ótrúlega vel og að þegar hafi starfsemin verið tekin upp á átta stöðum á Íslandi. Ef af verður ætti starfsemin að geta hafist á Ísafirði vorið 2022.

Í bókun bæjarráðs er komu fyrirtækisins til Ísafjarðar fagnað og bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn um útfærslu þjónustunnar.

DEILA