Afli á strandveiðum var rétt rúm 12.053 tonn á þessu sumri. Þar af veiddust 5.900 tonn á svæð A á svæði B 2.557 tonn á svæði C 1.972 tonn og á svæði D 1.622 tonn.
Á svæði A voru 261 bátur og meðal afli á bát var 22,607 kg. og afli í veiðiferð 720 kg.
Á svæði B voru 145 bátar og meðal afli á bát var 17,635 kg. og afli í veiðiferð 645 kg.
Á svæði C voru 117 bátar og meðal afli á bát var 16,860 kg. og afli í veiðiferð 650 kg.
Á svæði D voru 149 bátar og meðal afli á bát var 10.890 kg. og afli í veiðiferð 586 kg.
Landssamband smábátaeigenda óskaði 17 ágúst eftir að almennur byggðakvóti skipa sem fyrirsjáanlegt væri að ekki yrði heimilt að flytja yfir á næsta ár yrði nýttur til strandveiða. Máli sínu til stuðnings benti LS m.a. á eftirfarandi ákvæði í 7. grein reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa
Ráðuneytið hefur svarað erindi LS þar sem ekki er fallist á beiðni félagsins enda sé í lögum engar heimildir til þess.