Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tilkynnir um bólusetningar

Frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða , Ísafirði. Mynd: Hvest.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða kemur fram hvernig bólusetningu gegn Covid verður háttað á næstunni.

Norðanverðir Vestfirðir: Í síðustu viku náðum við að gefa öllum kennurum sem fengu Janssen örvunarskammt. Í næstu viku, þriðjudaginn 17.ágúst fá allir sem fengu Janssen bóluefni boð um örvunarskammt með Pfizer. ATH þetta á ekki við um þá sem hafa fengið COVID.

Þá viku munum við einnig bjóða heimilisfólki á hjúkrunarheimilunum okkar örvunarskammt af Pfizer. Í viku 34 (22.-28.ágúst) munum við fara í bólusetningar á 12-15 ára börnum. Í framhaldinu munum við bjóða 80 ára og eldri örvunarskammt með Pfizer og svo 60-79 ára.

ATH það þurfa að líða 26 vikur eða um hálft ár á milli bólusetningar með Pfizer og örvunarskammtsins.

Bólusetningar á sunnanverðum Vestfjörðum eru með svipaða tímalínu og á norðanverðum Vestfjörðum.

DEILA