Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur birt lista sinn í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur nú verið birtur en áður hefur komið fram að efsta sæti listans skipar Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir, verslunarmaður.

Á heimasíðu flokksins segir að flokkurinn leggi áherslu á að styrkja grunnstoðir samfélagsins þar sem einstaklingurinn nýtur frelsis til athafna í gegnum sköpunarkraft og með frumkvæði að vopni. Við viljum efla beint lýðræði og nota þjóðaratkvæðagreiðslur í mikilvægum málefnum.

Einstaklingsfrelsi er lykillinn að gæfu þjóðarinnar ásamt lágum sköttum, friðsömum og haftalausum milliríkjaviðskiptum, frjálsri samkeppni og sem minnstum ríkisafskiptum. Fjárfestum, framkvæmum og framleiðum.

Flokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum O. en listi flokksins í Norðvesturkjördæmi er þannig:

Nr. 1 Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir, verslunarmaður

Nr. 2 Jóhann Bragason, rafvirki

Nr. 3 Hafþór Magnússon, sjómaður

Nr. 4 Jón Sigurðsson, smiður

Nr. 5 Reynir Sigurður Gunnlaugsson, iðnaðarmaður

Nr. 6 Karl Löve, öryrki

Nr. 7 Ásta Björg Tómasdóttir, öryrki

Nr. 8 Sigurður Þorri Sigurðsson, öryrki

Nr. 9 Ingólfur Daníel Sigurðsson, tæknimaður

Nr. 10 Jóhanna María Kristjánsdóttir, eldri borgari

Nr. 11 Gunnar Karl Halldórsson, prentari

Nr. 12 Friðfinnur V Hreinsson, viðskiptafræðingur

Nr. 13 Guðrún K. Ívarsdóttir, matreiðslumaður

Nr. 14 Símon Sverrisson, kaupmaður

Nr. 15 Höskuldur Davíðsson, eldri borgari

Nr. 16 Gunnlaugur Dan Sigurðsson, öryrki.

DEILA