Forsætisráðherra heimsótti Háskólasetur Vestfjarða

Peter Weiss forstöðumaður ástamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra fyrir utan nýja bókasafnið í Háskólasetrinu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti Háskólasetrið á ferð sinni um Ísafjörð á mánudag.

Katrín átti stuttan fund með starfsmönnum Háskólaseturs og leit við í kennslustund á íslenskunámnskeið semnú stendur yfir. . Einnig fékk hún leiðsögn um Vestrahúsið frá Peter Weiss forstöðumanni og kynnti sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu.

Katrín var stödd á Ísafirði til að taka þátt í málþingi Tungumálatöfra sem fram fer í Edinborgarhúsinu. Háskólasetrið hefur stutt við það verkefni í gegnum tíðina og hefur m.a. veitt starfsmönnum Tungumálatöfra skrifstofuaðstöðu í Háskólasetrinu undanfarna mánuði.

Það er alltaf ánægjulegt að taka á móti stjórnmálamönnum í Háskólasetrið og kærkomið að fá tækifæri til að kynna þeim starfsemina. Undanfarið eitt og hálft ár hafa heimsóknir verið fátíðar vegna heimsfaraldursins. Á sama tíma hafa orðið miklar breytingar á húsnæði Háskólaseturs og er Katrín því fyrsti stjórnmálamaðurinn til heimsækja okkur eftir að þeim lauk. Breytingarnar eru eru m.a. tilkomnar vegna vaxtar í tengslum við námsleiðina í sjávarbyggðafræði sem að sjálfsögðu bar á góma í samtali við ráherra. Einna mest áberandi er nýtt bókasafn Háskólaseturs sem ráðherra skoðað á ferð sinni um húsið.

DEILA