Flak: tónleikum með KK aflýst

Tónleikunum með KK á veitingastaðnum Flak á Patreksfirði, sem vera áttu á morgun, laugardag hefur verið aflýst. Ástæðan eru gildandi sóttvarnarreglur.

Í tilkynningu frá Flaki segir að tekin hafi verið sú „ákvörðun með KK vini okkar að tónleikarnir næstkomandi laugardag mættu bíða betri tíma. Staðurinn okkar er lítill og við viljum að sem flestir fái að njóta hjá okkur á svona notalegum viðburði. Með núverandi takmörkunum treystum við okkur ekki til að tryggja nægilega fjarlægð milli gesta og ætlum því að slá þessu á frest um sinn.“

 

DEILA