Ég Man Þig – Bíóferð til Hesteyrar

Enn eitt haustið er boðið upp á hinar vinsælu bíóferðir til Hesteyrar.

Þá gefst óhræddum einstakt tækifæri til að sjá kvikmyndina „Ég man þig“ á sjálfum tökustaðnum, Hesteyri í Jökulfjörðum.

Myndin er eins og flestir vita byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur.

Bræðurnir Haukur og Hrólfur Vagnssynir í samstarfi við framleiðendur myndarinnar, Ég man þig, standa fyrir sýningu myndarinnar á Hesteyri á breiðtjaldi með viðeigandi hljóðkerfi og bassabotnum.

Myndin er sýnd daglega til 31. ágúst n.k.
Siglt er með Hesteyri ÍS 95 frá Bolungarvík alla daga kl 18:00 og innifalið í ferðinni er sigling til Hesteyrar og til baka, Súpa í Læknishúsinu, bíó ásamt popp og kók, skemmtiganga í myrkrinu og að lokum kvöldkaffi og pönnukökur áður en siglt er til baka.

DEILA