Drangey SK : beðið eftir niðurstöðum úr sýnatöku

Togarinn Drangey SK frá Sauðárkróki liggur við viðlegukant í Sundahöfn og er lokaður af. Ástæðan er sú að grunur kom upp um covidsmit um borð og sigldi togarinn til Ísafjarðar og kom til hafnar í gærkvöldi.

Sýni voru tekin af áhöfninni og er nú beðið eftir niðurstöðum greiningar á sýnunum. Á meðan er togarinn lokaður af og enginn fær að fara frá borði eða um borð.

uppfært kl 18:40.

Drangey SK er farin úr höfn og virðist því ekki hafa verið smit um borð.