Bónus selur afurðir úr sjókvíaeldi

Baldur Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Bónus staðfestir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að Bónus selji laxaafurðir úr sjókvíaeldi.

Hann segir að kröfur neytenda séu klárlega þær að afurðir úr eldi verði merktar hvort þær komi úr sjókvíum eða úr landeldi, „í dag selur Bónus afurðir bæði úr sjókvíum og landeldi en eftirspurnin eftir  afurðum úr landeldi er að aukast gríðarlega og munum við reyna að mæta þeirra eftirspurn, í dag er framboðið hins vegar lítið úr landeldi en mun stóraukast á næstu mánuðum, öll bleikja í okkar búðum er úr landeldi og mikil söluaukning í henni.“

Þá liggur fyrir að verslanakeðjurnar Samkaup, Hagkaup, Krónan og Bónus selja allar lax sem alinn er í sjókvíaeldi.

Það styður ekki við fullyrðingu Arndísar Kristjánsdóttur, stjórnarmanns í Icelandic Wildlife fund, settar fram í grein á visir.is þann 18. ágúst sl.,  þess efnis að sumar stórverslanir seldu aðeins lax úr landeldi.

Enn hefur engin stórverslun gengist við því að að selja aðeins lax úr landeldi og sniðganga þar með sjókvíaeldið.