Bolungarvík með heilsustíg

Í Bolungarvík hefur verið settur upp heilsustígur með 15 stöðvum sem ætlað er að auka úthald, liðleika og styrk þeirra sem fara hringinn og fara í gegnum þær æfingar sem eru á hverjum stað.

Heilsustígurinn er skemmtileg göngu- og hlaupaleið í kringum byggðina. 

Við hverja stöð er skilti með leiðbeiningum um æfingar. Æfingar geta verð grænar, gular eða rauðar á hverri stöð. Grænn er styrkur, gulur er liðleiki og fimi, og rauður er úthald.

Heilsustígur er leið til betri lýðheilsu. og er þess vænst að sem flestir fari hringinn einu sinni eða oftar í hverri viku.