Atvinnuleysi var 6,1% í júlí – 2,3% á Vestfjörðum

Skráð atvinnuleysi var 6,1% í júlí og lækkaði talsvert frá júní þegar það mældist 7,4%. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 2.005 sem nemur 14% fækkun frá júnímánuði. Atvinnuleysi var 9,1% í maí, 10,4% í apríl, 11,0% í mars og 11,4% í febrúar 2021.

Atvinnulausir voru alls 12.537 í lok júlí, 6.562 karlar og 5.975 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum fækkaði um Af þeim 1.779 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í júlí fóru ca. 700 á ráðningarstyrk.

Þetta kemur fram í yfirliti frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi á Vestfjörðum lækkað um 0,3% milli mánaðanna júní og júlí og er nú 2,3%.