Fjórir nemendur til viðbótar í 1. bekk í Grunnskólanum á Ísafirði hafa greinst með kórónuveiruna.
Smitin eru því orðin átta alls, öll í 1. bekk.
Umfangsmikil sýnataka fór fram á Ísafirði í gær og lágu niðurstöður fyrir í dag.
Í tilkynningu á vef Grunnskólans er sagt að há gildi séu í sýnunum og að búist sé við að smitum fjölgi.