Vestri: Heiðar Birnir lætur af störfum sem aðalþjálfari

Heiðar Birnir Torleifsson, sem tók við af Bjarna Jóhannssyni sem aðalþjálfari Vestra fyrir tímabilið, hefur beðist lausnar frá starfi sínum sem aðalþjálfari og hefur stjórn knattspyrnudeildar samþykkt þá ósk Heiðars.

Frá þessu er greint á vefsíðu Vestra nú í kvöld.

Leit er hafinn að nýjum aðalþjálfara.

Knattspyrnudeildin þakkar Heiðari Birni fyrir mikið og gott samstarf síðan hann tók til starfa, fyrst sem aðstoðaþjálfari Bjarna og síðar aðalþjálfari.

Er honum óskað gæfu í hverju því sem hann tekur sér næst fyrir hendur.