Vestfirðir með hæst hlutfall fullbólusettra

Frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða , Ísafirði. Mynd: Hvest.

Nærri 60% Vestfirðinga eru fullbólusettir samkvæmt tölum Landlæknisembættisins í gær. Það er hæsta hlutfall á landinu. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að bólusetningin hafi gengið alveg glimrandi vel og að ekki sé annað að sjá en að Íslendingar séu í öðru sæti í heiminum yfir bólusetta,sem hafa fengið a.m.k. einn skammt. Nærri 76% hafa fengið bólusetningu á Íslandi og er hlutfallið aðeins hærra á Möltu, þar sem það er 81%.

Í dag eru margir boðaðir í seinni bólusetningu á Ísafirði með Pfizer.

DEILA