Vélarvana bátur við Hornbjarg

Björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd er nú á leið til aðstoðar báti sem er vélarvana undan Hornbjargi. Tveir menn eru um borð og ekkert amar að þeim og eins og staðan er núna er engin bráð hætta á ferðum. Reikna má með að Húnabjörg taki bátinn í tog að næstu höfn. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu sem var að berast.

DEILA