Vegagerðin býður út vegagerð í Gufudalssveit

Vegagerðin hefur auglýst að hún óski eftir tilboðum í nýbyggingu á Djúpadalsvegi.

Um er að ræða 5,7 km vegarkafla.  Innifalið í verkinu er efnisvinnsla burðarlags og haugsetning til síðari nota.

Um er að ræða fyllingar og bergskerinar á rúmlega 200 þúsund rúmmetrum, 600 metra ræsalögn og efnisvinnslu á 40 þúsund rúmmetrum og útlögn á styrktarlagi og á verkinu að vera lokið 15. júlí 2022.

Tilboðin verða opnuð kl. 14:00 þann 10. ágúst.

DEILA