Unaðsdalur: messa og ferming á sunnudaginn

Kirkjan í Unaðsdal. Mynd: Ingólfur Kjartansson.

Mikið var um að vera í Unaðsdal á Snæfjallaströnd síðasta sunnudag. Þá var efnt til árlegrar messu og að þessu sinni var eitt fermingarbarn.

Sr Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði og prófastur þjónaði fyrir altari. Um þrjátíu manns sóttu messuna.

Fermdur var Ulrik Edvard Gaborson, búsettur í Noregi, barnabarn Elínar Kjartansdóttur og barnabarnabarn Kjartans Helgasonar og Stefáníu Ingólfsdóttur, sem voru síðustu ábúendur í Unaðsdal. Þau brugðu búi 1994. Síðast var fermt í Unaðsdal árið 2003.

Einas og sjá má af myndum var einstakt góðviðri og veglegar veitingar í veislunum tveimur, kirkjukaffinu og svo fermingarveislunni, sem voru í bænum í Unaðsdal.

Sr Magnús og Ulrik. Mynd: Pálína St. Pálsdóttir.
Veisluföng í kirkjukaffinu.
og í fermingarveislunni.

DEILA