Tónleikar á Ísafjarðarflugvelli

Guðmundur Ingi spilar á Ísafjarðarflugvelli. Mynd: Guðmundur Fertram.

Á sunnudaginn fóru fram óvenjulegir tónleikar á Ísafjarðarflugvelli. Þá flutti Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari og tónlistarmaður samskotsverkið Einangrun. Örsögum ljóðum og textum 11 höfunda af landsbyggðinni var raðað saman í einleik. Fjallað var um einangrun sem fylgir því að búa á landsbyggðinni.

Leikhópurinn Lakehouse setti verkið saman. Hann vill með þessu verki heiðra íslenska trúbadorinn, sögumanninn eða shamaninn sem glæðir samverustundir þorpsbúanna lífi með tilfinningaþrungnum frásögnum sínum, ádeilu, háði og kímni segir í kynningu á verkinu.

Það er Listahátíð í Reykjavík 2020 sem stóð fyrir uppákomunni á fjórum flugvöllum landsins, þar með talið Ísafjarðarflugvelli.

DEILA