Tálknafjörður: ljósleiðari lagður út að Sellátrum

Frá lagningu strengsins í Tálknafirði. Myndir: Björn Davíðsson.

Snerpa á Ísafirði hefur hafið lagningu á ljósleiðara á Tálknafirði frá heita pollinum fyrir utan þorpið og út að Sellátrum. Það er um 6,5 km löng leið. Ljósleiðarinn er plægður í jörð.

Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Snerpu sagðist reikna með að verkið tæki um 2 vikur og svo svipaður tími til viðbótar færi í tengingar. Á þessari leið eru 8 staðir sem munu tengjast við ljósleiðarann.

Verkið er fjármagnað af átaksverkefninu Ísland ljóstengt og Tálknafjarðarhreppi.

DEILA