Steinshús : dagskrá um Stein Steinarr á föstudagskvöldið

Sönghópurinn Uppsigling. Mynd: aðsend.

Sönghópurinn Uppsigling ætlar að bjóða upp á söngdagskrá í Steinshúsi föstudagskvöldið 9. Júlí kl. 20-22. Flutt verða lög við ljóð Steins Steinarrs og einnig boðið upp á fjöldasöng úr sönghefti hópsins. Í sönghópnum er söngáhugafólk sem syngur íslensk ættjarðarlög og margt fleira. Uppsigling hefur starfað í yfir 20 ár. 

Steinshús var áður félagsheimili Nauteyrarhrepps á Langadalsströnd í Djúpinu en hópur dugmikils fólks keypti það eftir og gerði að safni og fræðimannasetri til minningar um skáldið Stein Steinarr. Húsið hafði eyðilagst í eldi árið 2002 en næyju eigendurnir hófu endurgerð hússins og var það opnað með viðhöfn þann 15. ágúst 2015 og veitingarekstur hófst í Steinshúsi í lok maí 2016. Opið verður frá þeim tíma og fram í byrjun september ár hvert.

Á sýningunni um Stein Steinarr sem opnuð var í Steinshúsi 15. ágúst 2015 er fjallað um helstu æviatriði Steins Steinarr — upprunaskáldsins við Djúp, hreppaflutninga í Saurbæ, fyrstu kynni af skáldskap hjá Stefáni frá Hvítadal, nám í Dölum hjá Jóhannesi úr Kötlum, fyrstu skáldskapartilraunir, námsdvöl að Núpi, lausamennsku í vinnu, útgáfur ljóða, upphaflega gerð Tímans og vatnsins, kynni Steins og Ásthildar Björnsdóttur, ferðalög Steins, áhrif hans á ungskáld, síðustu ár hans og ýmislegt fleira.

Sýningin er unnin í samstarfi við Vaxtarsamning Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða, Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, Alþingi og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sem varðveitir frumgögn, en Steinshús fær eftirgerðir til afnota á sýningunni. Ólafur J. Engilbertsson tók saman sýningartextann og Anna Yates sá um enska þýðingu hans. Björn G. Björnsson sá um hönnun sýningarinnar ásamt Ólafi J. Engilbertssyni. Sýningin er bæði á íslensku og ensku.

Steinshús. Borgarey og Snæfjallaströnd blasa við.

DEILA