Haldið verður upp á Safnadaginn að Hnjóti þann 18. júlí nk.
Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.
Byrjað verður að venju á messu í Sauðlauksdal kl 14 og kl Kl. 15 verður kaffihlaðborð á safninu og formleg opnun fyrsta hluta nýrrar sýningar á Minjasafninu sem styrkt var af Safnasjóði og Ranníba.
Sýnd verður heimildarmynd Eggerts Björnssonar um línuveiði fyrr á tímum þar sem Magnús í Tungu, Tálknafirði sýnir gömul handtök.
Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur