Rammaáætlun hefur kostað 665 milljónir króna

Á Alþingi hefur verið lagt fram svar við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, alþm. um kostnað vegna rammaáætlunar frá 2009. Óskað var eftir öllum kostnaði vegna verkefnisins í heild, jafnt beinum sem óbeinum kostnaði, svo sem vegna verkefnastjórnar, faghópa og aðkeyptrar þjónustu.

Á tímabilinu 2009 til og með 2012 var áætlunin á ábyrgð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og framkvæmd hennar í höndum Orkustofnunar, en frá árinu 2013 hefur hún verið á ábyrgð umhverfis- og auðlindaráðherra og framkvæmd hennar í höndum verkefnisstjórnar um vernd og orkunýtingu landsvæða í samræmi við lög nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Bókfærður kostnaður við framkvæmd áætlunarinnar hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur verið sem hér segir:

Í svarinu kemur fram að bókfærður kostnaður felur í sér allan kostnað vegna vinnu stofnana, verkefnisstjórna, faghópa, alla aðkeypta þjónustu og endurgreiðslu útgjalda sem og bókfærða þjónustu sem ráðuneyti veita við framkvæmd áætlunarinnar. Í framangreindum tölum er því ekki að finna annan óbeinan kostnað sem mögulega hefur fallið til við framkvæmd áætlunarinnar þar sem slíkur kostnaður er þá ekki bókfærður á verkefnið.

DEILA