Raggagarður: fjölskylduhátíð 17. júlí

Sesselja Vilborg og Halldór á nýju hellulögninni. Myndir: Raggagardur.

Efnt verður til fjölskylduhátíðar í Raggagarði í Súðavík þann 17. júlí næstkomandi. Þá verður afhjúpað listaverk sem garðinum hefur verið fært að gjöf. Það er eftir Jón Gunnar Árnason, sem m.a. gerði Sólfarið í Reykjavík.

Sesselja Vilborg Arnarsdóttir og Halldór Þórisson hafa undanfarnar vikur unnið að baki brotnu við lagfæringar og endurbætur á garðinum. Þar hefur girt, borinn sandur á stíga, hellulögn og göngustígar betrumbættir svo nokkuð sé nefnt. Unglingar frá Vinnuskólum á Ísafirði, Bolungavík og Súðavík hafa fjölmennt í garðinn og lagt mikið af mörkum til þess að fegra garðinn.

Garðurinn hefur tekið stakkaskiptum og upplagt fyrir Vestfirðinga og ferðamenn að gera sér ferð til Súðavíkur í þennan velhirta og fagra garð.

Vinnuskólinn frá Ísafirði.
Unglingar frá Vinnuskólanum í Súðavík.
Liðsauki frá Vinnuskólanum í Bolungavík.
Hér hefur verið sandborið og hellulagt.
DEILA