Merkir Íslendingar – Hagalín Guðmundsson

Hagalín Guðmundsson fæddist þann  20. júlí 1921 í Innri-Hjarðardal, Önundarfirði.

Foreldrar hans voru Sigríður Hagalínsdóttir, f. 1885, d. 1947, og Guðmundur Gilsson, f. 1887, d. 1978.

Systkini Hagalíns eru níu:

Gils (1914-2006), Ingibjörg (1916-2014), Helga (1918-1940), Þórunn (1920-2011), Kristján (1923-2013), Magnús (1924-2006), Ragnheiður (1925-2014), Páll (1927-2016) og Bjarni, f. 1930.

Árið 1950 kvæntist Hagalín Þórdísi Guðmundsdóttur (1924-1992) frá Ytra-Vatni, Skagafirði.

Börn þeirra eru:

1) Yngvi, f. 1950, kvæntur Guðbjörgu Halldórsdóttur. Fyrri kona hans var Sólveig Victorsdóttir. Þau eiga einn son,

2) Sigríður, f. 1952, gift Skafta Þ. Halldórssyni. Þau eiga þrjú börn,

3) Guðrún, f. 1953, gift Arne B. Vaag. Þau eiga þrjá syni,

 4) Guðmundur, f. 1956, kvæntur Ágústu Halldórsdóttur. Þau eiga þrjú börn.

Hagalín stundaði nám við Núpsskóla 1939-40 og síðar við Bændaskólann á Hvanneyri 1943-1945. Þau Þórdís tóku alfarið við búinu í Innri-Hjarðardal 1950 og bjuggu þar til ársins 1988 er þau fluttust í Kópavog þar sem Hagalín bjó þar til hann fór á Hjúkrunarheimilið Grund 2016.

Hagalín sinnti ýmsum störfum meðfram búskapnum. Hann var mjólkurbílstjóri og sláturhússtjóri á Flateyri, var í hreppstjórn Mosvallahrepps, formaður Búnaðarfélags Mosvallahrepps, Ræktunarfélags V-Ísafjarðarsýslu, og sat í skólanefnd Holtsskóla.

Hagalín kom á fót sjóminjasafni við Hjarðardalsnaust. Á seinni árum fékkst hann við ýmiss konar handverk, svo sem bókband en þó einkum glerlist.

Hagalín Guðmundsson lést þann 11. september 2019 á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

 
Séð yfir Vöðin í Önundarfirði, Holtsodda og í Hjarðardal.

Skráð af Menningar-Bakki.