Listsýning Örnólfs Guðmundssonar í Hjálmarshúsi

Örnólfur Guðmundsson verður með opna sýningu á verkum sínum laugardaginn 3. júlí 2021 frá kl. 13:00-17:00 í Hjálmarshúsi í Bolungarvík.

Örnólfur hefur fengist við ólík listform málverk, skúlptúr og notað ýmis efni. Einnig hefur hann samið leikrit.

Sýningin er tilvalið tækifæri til að kynna sér nánar verk hans.

Hjálmarshús er við Skólastíg 6, skammt frá Félagsheimili Bolungarvíkur.

Örnólfur hefur fengist við ýmis störf m.a. verið bæjarverkstjóri og verktaki sem byggði vegskála á Óshlíð og brýr og vegi fyrir Vegagerðina.

Allir eru velkomir að njóta sýningarinnar.