Liðsstyrkur: van Dijk til Vestra

Frá undirskrift samnings við Steven van Dijk. Mynd: Vestri.

Van Dijk er genginn til liðs við knattspyrnulið Vestra, sem leikur í Lengjudeildinni. Ekki er það Liverpool maðurinn enda er hann meiddur og lítið gagn að honum heldur nafni hans sem er markmaður. Steven van Djik er hollenskur markmaður fæddur 1997. Hann var síðast að spila með HSC ’21 Haaksbergen í Hollandi.

Þá hefur Benedikt V. Warén einnig gengið til liðs við Vestra í sumar. Hann kemur á láni frá Breiðablik. Benedikt er fæddur 2000, teknískur miðjumaður að upplagi sem getur einnig spilað báðar bakvarðastöðurnar.

Vestri er í 6. sæti deildarinnar eftir 8 umferðir með 12 stig.

DEILA