Karfi

Við Ísland eru taldir fjórir karfastofnar: Litli karfi, Sebastes viviparus, gullkarfi, Sebastes marinusdjúpkarfi og úthafskarfi, Sebastes mentella.

Stofnar úthafskarfa og djúpkarfa eru taldir til sömu tegundar og bera sama fræðiheiti.

Mikilvægustu stofnarnir fyrir veiðar okkar hafa verið og eru gullkarfinn og djúpkarfinn.

Einkenni einstakra tegunda eru eftirfarandi:

Litli karfi

• svartur blettur á tálknloki
• kinnbeinagaddar snúa allir aftur

Gullkarfi

• gaddar heldur minni en á djúpkarfa
• neðsti gaddur lítið áberandi
• gaddur á neðri skolti að jafnaði lítill

Djúpkarfi

• augu áberandi stór
• kinnbeinagaddar áberandi og oft beygðir aðeins út
• neðsti gaddur veit aðeins fram
• áberandi gaddur á neðra skolti

Af fiskbokin.is