Karfan: Hilmir og Hugi verða með Vestra næsta vetur

Frá leik Vestra. Mynd: vestri.is

Hilmir og Hugi Hallgrímssynir hafa samið við Vestra um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla á komandi tímabili. Þeir bræður voru lykilmenn í liðinu seinnihluta síðasta tímabils og áttu stóran þátt í því að tryggja sæti í úrvalseildinni í vor.

Þá tvíburabræður er óþarfi að kynna því þeir léku með Vestra og þar áður KFÍ upp alla yngri flokka og allt þar til síðasta sumar þegar þeir gengu til liðs við Stjörnuna í úrvalsdeildinni. Í byrjun þessa árs komu þeir á venslasamningi heim í Vestra og stóðu sig frábærlega á lokakafla deildarkeppninnar og úrslitakeppninnar.

Þessa dagana æfa þeir af kappi með U-20 landsliði Íslands sem leikur einmitt undir stjórn þjálfara Vestra, Pétri Má Sigurðssyni. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Vestra og þar er lýst ánægju með þa´ákvörðun þeirra að ganga aftur til liðs við Vestra í það krefjandi verkefni að leika aftur í efstu deild eftir nokkura ára hlé.

DEILA