Jón Þór Hauksson tekur við Vestra

Knattspyrnudeild Vestra hefur tilkynnt ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks karla. Jón Þór Hauksson hefur skrifað undir samning við félagið og mun stýra liðinu út leiktíðina. Jón Hálfdán Pétursson, yfirþjálfari yngri flokka, mun aðstoða Jón Þór.

Jón Þór var síðast þjálfari kvennalandsliðsins en þar áður starfaði hann hjá Stjörnunni og ÍA.

Teymið hefur tekið strax til starfa og mun stýra leik Vestra gegn Þrótti á laugardag, en sá leikur hefst klukkan 13:00 á Olísvellinum.