Ísafjörður: breski tannlæknirinn farinn

Breski tannlæknirinn Christian Lee, sem kom til Ísafjarðar í apríl er farinn og kominn aftur til Bretlands. Hann staðfesti það við Bæjarins besta. Hann sagði persónulegar ástæður liggja að baki ákvörðuninni.

Christian Lee. Mynd: RUV.

Samkvæmt heimildum Bæjarins besta hefur ekki annar tannlæknir komið í hans stað, en nýútskrifaður tannlæknir Katrín Ugla Kristjánsdóttir mun hafa áhuga og hefur komið vestur til þess að skoða aðstæður. Búist er við að ákvörðun liggi fyrir fljótlega.

DEILA