Ísafjarðarbær: vill semja við Edinborgarhúsið um hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ganga til samninga við Edinborgarhúsið þar sem Edinborgarhúsið hafi salernisaðstöðu fyrir ferðamenn hluta úr ári og leggja samninginn fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

gert er ráð fyrir að gerður verði samningur vegna júlí og ágúst á þessu ári, og til næstu þriggja ára fyrir
tímabilið miðjan maí til miðjan september.

Í kjölfar þess yrði staðan endurmetin. Lagt er til að grunnur samnings verði fast mánaðarlegt gjald fyrir að halda úti salernisaðstöðu fyrir almenning, gætt sé að þrif verði með reglubundnum og nægjanlegum hætti (sérstaklega á
„skipadögum“) og að aðstaðan yrði auglýst bæði með skilti á / við húsið, á útgefnum kortum fyrir Ísafjörð (gert nú þegar) svo og á rafrænum miðlum.

Hafr var samráð við forstöðumann Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna og hafnarstjóra við undirbúning málsins.

DEILA