Ísafjarðarbær: kosnir forsetar og í bæjarráð

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fyrir sumarhlé fór fram árleg kosning forseta og kosning í bæjarráð.

Kristján Þór Kristjánsson var kosinn áfram sem forseti bæjarstjórnar. Jónas Þór Birgisson var kjörin 1. varaforseti bæjarstjórnar, og Nanný Arna Guðmundsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Í bæjarráð voru kosin Daníel Jakobsson sem formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson sem varaformaður og Nanný Arna Guðmundsdóttir. Varamenn voru kosin Jónas Þór Birgisson, Kristján Þór Kristjánsson og Arna Lára Jónsdóttir.