Innbrot í Bolungavík um helgina

Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir aðstoð við að upplýsa innbrot í Bolungavík um helgina.

Brotist var inn í vinnuskúr sem staðsettur er við Grunnskólann í Bolungavík. Eigendur skúrsins vita að þar var allt með felldu s.l. föstudag klukkan 16:00. Innbrotið uppgötvaðist svo í morgun, þriðjudaginn 27.07 klukkan 08.00. Sá sem var þarna að verki tók m.a. Makita skrúfvél og 5 hleðslurafhlöður frá Makita ásamt fleiri verkfærum.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í facebook skilaboðum, á netfangið vestfirdir@logreglan.is eða í síma 444-0400.

DEILA