Í garðinum hjá Láru: 5000 manns í sumar. Hljómsveitin Hjálmar í kvöld

Í kvöld kl 21.00 verða síðustu tónleikar nir í sumar i garðinum hjá Láru á Þingeyri og er það hljómsveitinn Hjálmar sem mun klára sumarið.

Tónleikarnir hafa verið vel sóttir i sumar og hafa að sögn Péturs Alberts Sigurðssonar um 5000 manns mætt i garðinn.

Í garðinum hjá Láru er röð tónleika á Þingeyri sem hófst í júní. Frítt er inn á viðburðina. Verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar , sem er frumkvæðissjóður sem veitir verkefnastyrki í umboði Byggðastofnunar til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð, veitti 900.000 kr styrk til Láru Dagbjartar Halldórsdóttur, sem notaður var til þess að smíða tónleikapall í garðinum.

Myndir: aðsendar.

DEILA