Hverjir eiga rétt á Loftbrú?

Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póst­númera. Alls ná afsláttar­kjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum.

Afsláttar­kjörin nýtast öllum þeim sem sækja miðlæga þjónustu og afþreyingu á höfuð­borgar­svæðið og til að heimsækja ættingja og vini. Markmið verkefnisins er að jafna aðstöðumun íbúa og efla byggðir landsins með því að gera innanlands­flug að hagkvæmari samgöngu­kosti. Loftbrú er ætluð fólki sem fer í einka­erindum til höfuð­borgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnu­skyni eða hefð­bundnar vinnu­ferðir.

Einn hópur hefur sér­­stöðu og um hann gildir undan­­tekning frá reglunni um að eiga lög­­heimili á lands­­byggðinni. Börn sem eru með lög­­heimili á höfuð­­borgarsvæðinu en eiga foreldra eða for­­ráðamenn sem hafa búsetu á lands­­byggðinni eiga rétt á Loftbrú.