Hörður Ísafirði tapaði í gær í toppslagnum

Lið Harðar, Ísafirði.

Knattspyrnulið Harðar frá Ísafirði lék í Hafnarfirði í gærkvöldi gegn KÁ í 4. deild riðli C.

Um var að ræða leik efstu liða og toppsætið í húfi. Leikar fóru svo að Hafnfirðingarnir unnu leikinn 4:2. Staðan var jöfn á 85. minútu leiksins 2:2 þegar Birkir Eydal jafnaði með marki úr vítaspyrnu. Áður hafði Sigurður Arnar Hannesson skorað fyrir Hörð í fyrri hálfleik og þá jafnaði í 1:1. Hafnfirðingarnir skoruðu hins vegar 2 mörk í blálokin og höfðu sigur og náði toppsætinu í riðlinum.

Hörður er nú í 4. sæti riðilsins þar sem bæði Álftanes og Ýmis eru með einu stigi meira en Hörður.

Hörður leikur aftur syðra á morgun og mætir þá Birninum.

Vestri gegn Þrótti í dag

Vestri leikur kl 13 í dag við Þrótt, Reykjavík á Olísvellinum á Ísafirði. Er það síðasti leikur 12. umferðar Lengjudeildarinnar. vestri er sem stendur í 9. sæti með 16 stig og Þróttur í 11. sæi og fallsæti með 7 stig. Með sigri í leiknum lyftir Vestri sér upp í 5. sætið og yrði þá 4 stigum frá 2. sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í úrvalsdeildinni.

DEILA