Hlaupahátíð á Vestfjörðum stendur yfir

Frá sjósundinu. Mynd: hlaupahátíð.

Fjögurra daga hlaupahátíð á Vestfjörðum hófst á fimmtudaginn. Þá var keppt í Skálavíkurhlaupi og Skálavíkurhjólreiðum.

Í 19 km Skálavíkurhjólreiðum voru það Anna María Daníelsdóttir og Þorsteinn Másson sem sigruðu, í 12 km Skálavíkurhlaupi sigruðu Kristjana Milla Snorradóttir og Henrik Andersen og í 19 km hlaupinu voru það hjónin Rannveig Halldórsdóttir og Kristbjörn Róbert Sigurjónsson sem komu, sáu og sigruðu.

Í gær var keppt í sjósundi. Voru 32 keppendur í 500 metra sjósundi og 6 í 1500 metra sundinu. Þá fór fram Arnarneshlaupið. Í 10 km hlaupinu kepptu 30 manns og 15 hlupu hálfmaraþon. Þar varð Rúnar Sigurðsson fyrstur karla og Katrín Sif Kristbjörnsdóttir fyrst kvenna. Í 10 km hlaupinu varð Sigurður Karlsson fyrstu karla og Gígja Björnsdóttir fyrst kvenna.

Í dag verður keppt í hjólreiðum skemmtiskokki. Fram fer 55 km Vesturgötuhjólreiðar og 8 km skemmtihjólreiðar. Í skemmtiskokkinu verður keppt á þingeyri bæði í 2 km og 4 km vegalengdum.

Hlaupahátíðinni lýkur á sunnudaginn með Vesturgötuhlaupi. Keppt verður í þremur vegalengdum, 10 km sem kallast hálf Vesturgata, heil Vesturgata sem er 24 km og tvöföld Vesturgata 45 km.

DEILA