Gestir á Reykhóladögum hugi vel að sóttvörnum

Reykhólakirkja.

Eins og allir vita er Covid eitthvað að sækja í sig veðrið. Við fylgjumst vel með tilkynningum frá almannavörnum og erum á tánum tilbúin að bregðast við ef það þarf að aðlaga dagskrá að nýrri reglugerð segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum Reykhóladaga.

Við viljum brýna fyrir gestum á Reykhóladögum að huga að persónulegum sóttvörnum. Við munum hafa grímur til taks við inngang á innandyra viðburðum sem þeir hátíðargestir sem vilja geta fengið sér að kostnaðarlausu. Jafnframt munum við passa upp á að allir hafi aðgang að handspritti á öllum viðburðum og hvetjum alla til að gæta að sóttvörnum og vera heima séu þeir með einhver flensulík einkenni.

Það er alveg hægt að hafa gaman og skemmta sér þó maður sé að passa sig segir í tilkynningunni.

Fólki er bent á að fylgjast með á facebook síðu Reykhóladaganna:

.  

DEILA